Handbolti

Metáhorf á EM í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur og lærisveinar hans voru stjörnur mótsins.
Dagur og lærisveinar hans voru stjörnur mótsins. vísir/getty
Alls horfðu 1,65 milljarður á EM í handbolta sem fram fór í Póllandi í janúar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EHF í dag.

Mótið var sýnt í 175 löndum og 75 stöðvar sýndu frá mótinu.

Gamla metið var sett á EM 2012 í Serbíu. Gott gengi Þjóðverja á mótinu hafði mikil áhrif á sjónvarpsáhorfið. 13 milljónir Þjóðverja horfðu á úrslitaleikinn gegn Spáni.

Einnig var mjög gott áhorf í Póllandi, Danmörku og auðvitað á Íslandi líka.

Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á EM og aðsóknin á heimasíðu mótsins sló einnig öll met. Um 5 milljónir manna horfðu á leikina í gegnum netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×