Fótbolti

Met sett á meðan leik Brasilíu og Þýskalands stóð | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Netheimar loguðu í gær á meðan leik Þýskalands og Brasilíu stóð og sló leikurinn met í þátttöku á samskiptamiðlinum Twitter.

Samskiptasíðan gaf út að #BRAvGER væri opinber merking leiksins og varð leikurinn stærsti íþróttaviðburðurinn í sögu Twitter. Fyrra metið var sett á Ofurskálinni (e. SuperBowl) í ár þegar 24,9 milljónir tísta voru send en á meðan leiknum stóð í gær voru 35,6 milljónir tísta send.

Líkt og má sjá hér fyrir neðan voru rúmlega 580.000 tíst send út á sömu mínútu og Sami Khedira skoraði fimmta mark Þýskalands í leiknum.

Flestir áttu von á jöfnum og spennandi leik en þýska liðið einfaldlega valtaði yfir heimamenn og komust 5-0 yfir í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur var því aðeins formsatriði sem Þjóðverjar leystu með glæsibrag og lauk leiknum með 7-1 sigri Þýskalands.

Myndband af dreifingu tístanna má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×