Viðskipti innlent

Mesti hagvöxtur síðan 2007

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Afgangur af vöru-og þjónustuviðskiptum á 2013 var 156 milljarðar króna. Útflutningur jókst um 6,9% og innflutningur um 0,4%.
Afgangur af vöru-og þjónustuviðskiptum á 2013 var 156 milljarðar króna. Útflutningur jókst um 6,9% og innflutningur um 0,4%. Vísir/Vilhelm
Hagvöxtur á Íslandi var 3,5% á árinu 2013 og hefur ekki verið meiri frá árinu 2007. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,5% á síðasta ári og hefur landsframleiðsla ekki verið hærri frá 2008. Utanríkisverslun er það sem dregur hagvöxtinn áfram þar sem þjóðarútgjöld drógust aðeins saman eða um 0,3%.

Afgangur af vöru-og þjónustuviðskiptum á 2013 var 156 milljarðar króna. Útflutningur jókst um 6,9% og innflutningur um 0,4%.

Í frétt Hagstofunnar segir að auki:

„Halli á launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum minnkaði verulega á síðasta ári samkvæmt tölum Seðlabankans. Það ásamt afgangi af vöru- og þjónustu-viðskiptum leiddi til jákvæðs viðskiptajafnaðar í fyrsta sinn frá árinu 2002. Hann nam rúmum 121 milljarði króna, 6,5% af landsframleiðslu á árinu 2013 og hefur afgangurinn sem hlutfall af landsframleiðslu aldrei verið meiri.

Viðskiptakjör versnuðu um 1,1% á árinu 2013 en hinn mikli viðsnúningur á viðskiptajöfnuði milli ára varð til þess að þjóðartekjur jukust mun meira en sem nam vexti landsframleiðslu eða um 11,2%.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×