Viðskipti innlent

Mesta aukning kortaveltu í skoðunarferðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Mestur vöxtur í kortaveltu ferðamanna var í afþreyingu á borð við hvalaskoðun.
Mestur vöxtur í kortaveltu ferðamanna var í afþreyingu á borð við hvalaskoðun. Vísir/Vilhelm
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var sautján milljarðar króna í ágúst, sem er sú næst mesta sem orðið hefur í einum mánuði. Aðeins í júlí síðastliðnum var þessi upphæð hærri. Mestur vöxtur í kortaveltu ferðamanna í síðasta mánuði var í skipulögðum ferðum og afþreyingu á borð við hvalaskoðun og aðrar skoðunarferðir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 111 þúsund krónur í ágúst, sem er 2,5 prósent aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðhækkunum síðustu 12 mánaða var raunveltan nánast óbreytt á milli ára.

Sé upphæðum deilt á ferðamenn eftir þjóðerni kemur í ljós að ferðamenn frá Rússlandi borguðu hæstu upphæðirnar með greiðslukorti í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×