Viðskipti innlent

Mest viðskipti með bréf í Reitum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest voru viðskipti með bréf Reita fasteignafélags, eða 7.332 milljónir.
Mest voru viðskipti með bréf Reita fasteignafélags, eða 7.332 milljónir.
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í aprílmánuði námu 24.680 milljónum eða 1.371 milljón á dag. Það er 47% hækkun frá fyrri mánuði. Í mars námu viðskipti með hutabréf 935 milljónum á dag.  Þetta er 20% lækkun á milli ára (viðskipti í apríl 2014 námu 1.706 milljónum á dag).

Mest voru viðskipti með bréf Reita fasteignafélags, eða 7.332 milljónir, næstmest með bréf í Marel, eða 5.564 milljónir, og svo voru 4.380 milljóna viðskipti með bréf í Icelandair Group.

Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 2,96% á milli mánaða og stendur nú í 1.382 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×