MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Mest sláandi tölfrćđin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan

 
Handbolti
12:00 20. JANÚAR 2016
Ísland er úr leik á EM.
Ísland er úr leik á EM. VÍSIR/VALLI

Það er gömul saga og ný að án vörn og marvörslu er ekki hægt að ætlast til þess að ná langt á stórmótum í handbolta. Því hefur íslenska liðið fengið að kynnast reglulega.

Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.

Sjá einnig: Björgvin Páll: Sorry

HBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum.

Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald.

Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu.

Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.

Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar

Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn.

Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik.

Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.

Legal stops:

Gegn Noregi: 29
Gegn Hvíta-Rússlandi: 9
Gegn Króatíu: 7

Legal stops:

Noregur gegn Íslandi: 27
Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25
Króatía gegn Íslandi: 26

Markvarslan:

Ísland - Noregur: 12-6
Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11
Ísland - Króatía: 9-14

Tapaðir boltar:

Ísland - Noregur: 8-5
Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11
Ísland - Króatía: 16-9


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Mest sláandi tölfrćđin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan
Fara efst