Enski boltinn

Mest drullað yfir Chelsea á netinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa, leikmaður Chelsea.
Diego Costa, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty
Leikmenn og lið í ensku úrvalsdeildinni fá óvæga meðferð á netinu en ný rannsókn á samfélagsmiðlum sýnir að liðin og leikmennirnir í vinsælustu fótboltadeild í heimi hafa fengið yfir 130 þúsund móðgandi athugasemdir á þessu tímabili.

Rannsóknin sýndi fram á það að mest var drullað yfir Chelsea af liðum ensku úrvalsdeildarinnar en af leikmönnunum var það Liverpool-maðurinn Mario Balotelli sem varð fyrir flestum meinlegum háðsglósum á miðlunum.

Kick It Out samtökin, sem berjast gegn mismunun, létu gera rannsóknina og þau vilja nú stofna hóp sérfræðinga til að vinna gegn net-tröllunum eins og þeir vilja kalla þetta virka fólk í athugasemdum.

Tölurnar úr þessari rannsókn kalla vissulega á einhver viðbrögð. 16.800 móðgandi athugasemdir á mánuði og 551 á hverjum degi sem þýðir dónaleg ummæli á 2,6 mínútna fresti.

95 þúsund póstat á netinu beindust gegn ákveðnum félögum. Chelsea fékk flesta eða um 20 þúsund en Liverpool er í öðru sæti með 19 þúsund meinleg ummæli.

39 þúsund póstar á netinu beindust gegn ákveðnum leikmönnum. Þar var Mario Balotelli hjá Liverpool í algjörum sérflokki með 8 þúsund móðgandi athugasemdir en í öðru sæti er síðan Danny Welbeck hjá Arsenal (1700) og í því þriðja Daniel Sturridge hjá Liverpool (1600).

Það má finna grein á BBC um þessa rannsókn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×