Lífið

Messufall verður á Drekktu betur í fyrsta sinn

ævar örn jósepsson Segir keppnina verða næst á öðrum í jólum.
fréttablaðið/heiða
ævar örn jósepsson Segir keppnina verða næst á öðrum í jólum. fréttablaðið/heiða
„Það verður messufall í fyrsta sinn í sögunni. Keppnin í kvöld fellur niður, sem hefði verið keppni númer 593,“ segir rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson, einn þeirra sem koma að hinni langlífu spurningakeppni Drekktu betur. Halda átti keppnina á Ölstofunni en úr því varð ekki. Er þetta fyrsta skiptið sem keppnin fellur niður í tólf ára sögu hennar en hún hefur verið haldin vikulega frá árinu 2002. „Það hefur ekki orðið messufall fyrr en nú en einhvern tímann er allt fyrst, það hlaut að koma að því. Það er einfaldlega af því að við erum á þannig stað að við höfum ekki sérrými fyrir okkur eins og þegar keppnin byrjaði á Grand Rokk. Ölstofan er náttúrulega í miðri hringiðunni í miðbænum, það verður svo stappfullt af kúnnum sem eiga leið hjá á þessum mikla verslunardegi að húsbændur á Ölstofunni vildu hvorki leggja það á okkur né aðra gesti að reyna að skeyta þessu saman,“ segir Ævar. „Það eru tímamót í þessu – Bandaríkin fara að tala við Kúbu og það verða messuföll á Drekktu betur. Það sýnir að allt geti gerst.“ Þyrstir aðdáendur keppninnar þurfa þó ekki að örvænta þar sem næsta keppni verður haldin á öðrum í jólum á Ölstofunni. - þij





Fleiri fréttir

Sjá meira


×