Fótbolti

Messi og félagar sagðir hafa verið 18 mínútum frá því að hrapa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það munaði 18 mínútum að Messi hefði ekki getað spilað þennan landsleik samkvæmt brasilísku dagblaði.
Það munaði 18 mínútum að Messi hefði ekki getað spilað þennan landsleik samkvæmt brasilísku dagblaði. vísir/getty
Flugvélin sem fórst í Kólumbíu á dögunum með lið Chapecoense innanborðs flutti argentínska landsliðið skömmu áður.

Samkvæmt úttekt dagblaðs í Sao Paulo þá var flugvélin aðeins 18 mínútum frá því að hrapa með Lionel Messi og argentínska landsliðið innanborðs.

Svo virðist vera sem flugvélin hafi orðið bensínlaus er hún flaug með Chapecoense frá Bólivíu til Kólumbíu. Búið var að vara flugstjórann við að hann þyrfti að millilenda og taka bensín en hann sleppti því.

Samkvæmt úttekt brasilíska blaðsins Folha þá gat flugvélin sem hrapaði aðeins flogið í 4 klukkutíma og 22 mínútur.

Er hún flaug með argentínska liðið frá Argentínu til Brasilíu þá var hún í loftinu í 4 klukkutíma og 4 mínútur.

Ef útreikningarnir eru réttir þá voru Messi og félagar aðeins 18 mínútum frá því að hrapa.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.

Guð bjargaði syni mínum

Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×