SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Messi međ sýningu í öruggum sigri Barcelona

 
Fótbolti
17:00 09. JANÚAR 2016
Lionel Messi.
Lionel Messi. VÍSIR/GETTY

Argentínski snillingurinn Lionel Messi var allt í öllu í öruggum 4-0 sigri Barcelona á Granada á heimavelli í dag en með sigrinum skaust Barcelona um tíma upp fyrir Atletico Madrid í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Eftir markalaust jafntefli gegn nágrönnunum í Espanyol um síðustu helgi voru lærisveinar Luis Enrique harðákveðnir í að ná toppsætinu af Atletico Madrid á ný.

Messi var í miklu stuði og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var Barcelona komið 2-0 yfir þegar aðeins korter var búið að leiknum.

Messi bætti við þriðja marki sínu og þriðja marki Barcelona í leiknum þegar hann náði frákastinu af skoti Neymars og setti boltann í autt netið.

Neymar var síðan sjálfur á ferðinni sjö mínútum fyrir leikslok þegar fyrirgjöf Luis Suárez rataði alla leiðina á Neymar á fjærstönginni og setti hann boltann yfir liggjandi markmann Granada.

Sannfærandi 4-0 sigur staðreynd og náði Barcelona toppsætinu á ný í bili en Atletico Madrid getur komist aftur upp fyrir Barcelona með sigri á Celta Vigo annað kvöld.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Messi međ sýningu í öruggum sigri Barcelona
Fara efst