Fótbolti

Messi er magnaður en þessir tveir skora samt örar fyrir sín lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulo Dybala.
Paulo Dybala. Vísir/Getty
Lionel Messi hefur verið magnaður að vanda með Barcelona í fyrstu umferðum spænsku deildarinnar en þrátt fyrir öll mörkin hans Messi eru tveir leikmenn í bestu deildum Evrópu með betri tölfræði.

Messi er búinn að skora 9 mörk í fyrstu sex umferðunum og hefur skorað á aðeins klukkutíma fresti. Hann nær samt ekki tölfræði tveggja leikmanna.

Juventus-maðurinn og landi Lionel Messi, Paulo Dybala, hefur þegar skorað 10 mörk í 6 leikjum í ítölsku deildinni en hann er að skora á 47 mínútna fresti sem er ótrúleg tölfræði.

Franska liðið Mónakó seldi nær alla stjörnuleikmenn liðsins frá spútnikliði Evrópu í fyrra en Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur nær haldið uppi sóknarleik liðsins í upphafi leiktíðar. Falcao hefur skorað á 52 mínútna fresti eða ellefu mörk í aðeins sjö leikjum.

Pierre-Emerick Aubameyang hjá Borussia Dortmund er síðan í fjórða sæti á listanum sem má sjá hér fyrir neðan.

Það vekur athygli á margir leikmenn úr ítölsku deildinni eru meðal hæstu manna en efstur úr ensku úrvalsdeildinni er Alvaro Morata hjá Chelsea sem hefur skorað á 76 mínútna fresti í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Morata er rétt á undan Sergio Aguero hjá Manchester City en þriðji í ensku úrvalsdeildinni er síðan Manchester United maðurinn Romelu Lukaku.



Fæstar mínútur milli marka í bestu deildum Evrópu (BBC tók saman)

Paulo Dybala, Juventus  47 mínútur milli marka (10 mörk í 6 leikjum)

Radamel Falcao, Mónakó  52 mínútur milli marka (11 mörk í 7 leikjum)

Lionel Messi, Barcelona  60 mínútur milli marka (9 mörk í 6 leikjum)

Pierre-Emerick Aubameyang, Dortmund  67 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum)

Ciro Immobile, Lazio  68 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum)

Edin Dzeko, Roma 72 mínútur milli marka (6 mörk í 5 leikjum)

Robert Lewandowski, Bayern München  74 mínútur milli marka (7 mörk í 6 leikjum)

Dries Mertens, Napoli  76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)

Alvaro Morata, Chelsea  76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)

Sergio Aguero, Manchester City  78 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)

Edinson Cavani, Paris Saint Germain  87 mínútur milli marka (7 mörk í 7 leikjum)

Mauro Icardi , Internazionale  89 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)

Romelu Lukaku, Manchester United 90 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×