Fótbolti

Messi bestur á árinu en Ronaldo númer 29

Ronaldo hefur ekki verið upp á sitt besta síðan Irina Shayk hætti með honum.
Ronaldo hefur ekki verið upp á sitt besta síðan Irina Shayk hætti með honum. vísir/getty
Frammistaða tveggja bestu leikmanna heims hefur verið ólík það sem af er árinu.

Rannsókn sem var gerð af CIES Football Observatory sýnir að það er himinn og haf á milli frammistöðu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo frá áramótum.

Alls konar upplýsingar eru notaðar til að gefa leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína. Meðal annars markaskor en Messi hefur skorað 17 mörk í 12 leikjum í deildinni á árinu á meðan Ronaldo hefur skorað 6 mörk í 11 leikjum.

Diego Costa er sá framherji í ensku deildinni sem kemst hæst á listanum eða í fimmta sætið.

Bestu framherjar ársins samkvæmt CIES:

1. Lionel Messi, Barcelona

2. Arjen Robben, FC Bayern

3. Bas Dost, Wolfsburg

4. Luis Suarez, Barcelona

5. Diego Costa

Bestu sókndjörfu miðjumenn ársins samkvæmt CIES:

1. Eden Hazard, Chelsea

2. Mesut Özil, Arsenal

3. Jesus Navas, Man. City

4. Kevin de Bruyne, Wolfsburg

5. Shinji Kagawa, Dortmund

Bestu miðjumennirnir:

1. Nuri Sahin, Dortmund

2. Paul Pogba, Juventus

3. Fernandino, Man. City

4. Lucas Biglia, Lazio,

5. Ilkay Gundogan, Dortmund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×