Fótbolti

Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi á stefnumót við örlögin í kvöld.
Lionel Messi á stefnumót við örlögin í kvöld. vísir/getty
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu, ritaði hvatningarorð til samherja sinna og þjóðarinnar á Facebook-síðu sína í gærkvöldi.

Argentína mætir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014 í knattspyrnu á hinum sögufræga Maracana-velli í Ríó í kvöld, en þar geta Argentínumenn unnið HM í þriðja sinn í sögunni.

„Á morgun spilum við fyrir Argentínu stærsta og mikilvægasta leik lífs okkar. Draumar mínir hafa ræst þökk sé mikilli vinnu og fórnfýsi þessa liðs sem hefur gefið allt sitt frá fyrsta degi,“ sagði Messi.

Þúsundir Argentínumanna eru staddi í Ríó þar sem þeir vonast til að sjá gulldrenginn Messi lyfta bikarnum í kvöld, en Þjóðverjar eru taldir sigurstranglegri eftir 7-1 sigurinn á Brasilíu í undanúrslium.

„Við vissum að það var möguleiki á að komast í úrslit. Argentínska þjóðin hefur hjálpað okkur hingað. En draumurinn er ekki búinn. Við viljum vinna og við erum tilbúnir í þetta,“ sagði Lionel Messi.


Tengdar fréttir

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×