Enski boltinn

Messi: Hvernig stenst mark Alli samanburð við Beckham, Rooney og Owen?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Dele Alli skoraði stórkostlegt mark þegar Tottenham vann 3-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Markið var tekið fyrir í Messunni á Stöð 2 Sport en gestir Hjörvars Hafliðasonar voru Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson.

„Það er nógu erfitt að gera svona lagað á æfingu með enga leikmenn í kringum þig,“ sagði Arnar í þættinum.

Sjá einnig: Tottenham styrkti stöðu sína í 4. sætinu

„Þetta var virkilega vel gert og bráðskemmtilegt mark,“ bætti Þorvaldur við. „Það hefur heilmikið gott verið í gangi hjá honum.“

Strákarnir rifjuðu upp fleiri mörk sem enskar stórstjörnur skoruðu snemma á ferlinum, svo sem David Beckham, Wayne Rooney og Michael Owen.

„Þá veltir maður fyrir sér hvort að Dele Alli verði næsta stórstjarna Englendinga. Þeim leiðist nú ekki að tala um unga leikmenn sem eiga möguleika á að ná langt,“ sagði Arnar en strákarnir eru sammála um að Alli hafi allt til að bera til að verða stjarna í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×