Enski boltinn

Messan gerði upp tímabilið í enska boltanum | Sjáðu öll verðlaunin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson fóru vel yfir enska boltann í lokaþætti Messunnar, en lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær.

Markmennirnir tveir og sóknarmaðurinn Guðmundur fóru fyrst yfir umferðina sem fór fram í gær og gerðu svo upp tímabilið í heild sinni. Þar var valinn pappakassi tímabilsins og margt margt fleira.

Pappakassinn var Jake Livermore, en hann féll á lyfjaprófi á dögunum. Jake lék með Hull, en Hull fékk niður í B-deildina í gær. Eden Hazard var bestur, en öll verðlaunin má sjá hér að neðan.

Pappakassi tímabilsins: Jake Livermore - Hull

Leikmaður tímabilsins: Eden Hazard - Chelsea

Stjóri tímabilsins: Jose Mourinho - Chelsea

Lið tímabilsins:

David De Gea (Manchester United) - Nathan Clyne (Southampton), Jose Fonte (Southampton), John Terry (Chelsea), Cezar Azpilicueta (Chelsea) - Esteban Cambiasso (Leicester), Cesc Fabregas (Chelsea), Alexis Sanches (Arsenal), Eden Hazard (Chelsea) - Sergio Aguero (Manchester City), Harry Kane (Tottenham).

Alls ekki lið tímabilsins:

Szczesny (Arsenal) - Jesus Navas (Manchester City), Ian Williamson (Newcastle), Dejan Lovren (Liverpool), Mangala (Manchster City), Ben Davies (Tottenham) - Mikel Arteta (Arsenal), Andros Townsend (Tottenham), Angel Di Maria (Manchster United) - Mario Balotelli (Liverpool), Radamel Falcao (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×