Enski boltinn

Messan: Vardy aldrei lent í annarri eins veislu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörvar Hafliðason var eins og svo oft áður ekki hrifinn af frammistöðu Davids De Gea, en Spánverjinn fékk fimm mörk á sig um helgina þegar Manchester United tapaði fyrir Leicester í ótrúlegum leik.

Aðspurður um fjórða mark Leicester, sem Jamie Vardy skoraði eftir að hafa sloppið einn inn fyrir vörn United, sagði Hjörvar.

„Vardy fær boltann. Og hvað er enginn markmaður! Hvað er í gangi! Heyrðu, þá ákveður strákurinn bara að standa á sex metrunum og Jamie Vardy, strákur úr utandeildinni, hefur aldrei lent í annarri eins veislu og leggur boltann framhjá dýrasta markverði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Tengdar fréttir

Meulensteen: Kaupin á Rojo slæm fyrir Shaw

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw á enn eftir að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir Manchester United eftir vistaskiptin frá Southampton í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×