Enski boltinn

Messan: Vantar sterkan leiðtoga í lið Manchester United

„Það vantar sterkan leiðtoga í þetta lið Manchester United,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni um lið Manchester United þessa dagana.

Hjörtur Hjartarson, Hjörvar Hafliðason og Ríkharður Daðason ræddu fyrsta leik Manchester United í Messunni í gærkvöld ásamt því að ræða ákvörðun Louis Van Gaal að gera Wayne Rooney að fyrirliða liðsins.

„Van Gaal neyðist til þess að nota 3-4-1-2 í staðin fyrir að spila 4-3-3 eins og hann vill en hann á hvorki miðverðina né vængbakverðina í þetta leikkerfi. Englendingar eru vanir að spila með fjóra varnarmenn en hann gafst upp eftir einn hálfleik,“ sagði Hjörvar Hafliðason um leikkerfi Manchester United í leiknum.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Minni pressa á Gylfa næstu vikurnar

Strákarnir í Messunni litu á mark Gylfa Þórs Siguðrssonar gegn Manchester United um helgina ásamt því að ræða áframhaldið hjá okkar manni með Swansea og íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×