Messan: Synd ađ Martial sé notađur á vćngnum

 
Enski boltinn
16:30 05. JANÚAR 2016

Strákarnir í Messunni eru ansi skotnir í Frakkanum unga hjá Man. Utd, Anthony Martial, og mærðu hann í síðasta þætti.

„Hans fyrsta hugsun er alltaf að sækja á markið. Hann er mjög beinskeyttur. Auðvitað á hann eftir að læra hvenær eigi að gefa hann á réttum tíma og allt það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Hann er farinn að finna sér betri stöður inn á vellinum en áður. Það er lítið mál að fá boltann og gera einhverjar kúnstir en þú verður að gera það á réttum stöðum á vellinum,“ bætti Arnar við.

Martial er leikmaður sem horfir fram á völlinn og veður ítrekað áfram með boltann.

„Við sjáum þetta ekki mikið hjá Man. Utd. Mér finnst svolítil synd þegar hann er notaður út á vængnum því mér finnst hann bestur þegar hann er fremstur,“ segir Þorvaldur Örlygsson.

Innslagið má sjá hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Messan: Synd ađ Martial sé notađur á vćngnum
Fara efst