Enski boltinn

Messan: Peningarnir tala hjá Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Er komin breyting í gang eða var þetta bara QPR?“ spurði GuðmundurBenediktsson sérfræðinga sína í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi um sigur Manchester United á QPR.

„Auðvitað er breyting. Peningarnir tala. Þeir eyddu 160 milljónum punda og Ángel Di María var besti maður vallarins. Það er ástæða fyrir því að hann kostaði það sem hann kostaði,“ svaraði RíkharðurDaðason.

„Það eru samt stærri próf framundan en QPR. Þeir fara agalega illa af stað og eftir að fá á sig aulalegt fyrsta mark í leiknum áttu þeir ekki séns. Þeir voru engin fyrirstaða.“

Hjörvar Hafliðason bætti við: „Eins og Manchester United spilaði í fyrstu þremur umferðunum og í deildabikarnum á móti MK Dons var liðið ekki að fara ógna neinu liði. QPR hefði ábyggilega getað haldið hreinu þarna fyrir nokkrum vikum síðan.“

„Núna fengu stuðningsmenn Manchester United að sjá eitthvað kantspil; einhverja ógnun á köntunum. Loksins nýttust bakverðirnir eitthvað,“ sagði Hjörvar.

Farið var yfir sigur Manchester United í Messunni í gærkvöldi og breytingar á spilamennskunni, en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×