Enski boltinn

Messan: Minni pressa á Gylfa næstu vikurnar

„Þetta er frábær byrjun fyrir Gylfa. Þetta léttir töluvert á honum og líkurnar aukast á því að hann spili vel af því að hann er búinn að losna við þessa pressu,“ sagði Ríkharður Daðason um mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á Old Trafford um helgina.

Strákarnir í Messuni greindu mark Gylfa áður en talið barst að íslenska landsliðinu.

„Það verður fróðlegt að sjá íslenska liðið, við erum með sænskan þjálfara sem er frosinn í 4-4-2 kerfinu. Ætlar Lars að spila honum út á kanti, frammi eða í holunni þar sem hann er bestur því þetta er okkar lang besti leikmaður,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Mark Gylfa ásamt umræðunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Tengdar fréttir

Frábært að skora sigurmarkið

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea á Old Trafford um helgina gegn liðinu sem hann studdi í barnæsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×