Enski boltinn

Messan: Liverpool þarf betri leikmenn og er ekki á leið í Meistaradeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool fékk vænan skell gegn West Ham, 3-0, í fjórðu um ferð ensku úrvalsdeildarinnar og var leikurinn tekinn rækilega fyrir í Messunni á mánudagskvöldið.

Dejan Lovren, Króatinn í hjarta varnarinnar hjá Liverpool, átti ekki sinn besta dag, en hann varð valdur að öðru marki West Ham eftir að missa boltann afskaplega klaufalega.

„Hann átti erfiðan dag og eyddi Instagram-reikningnum sínum eftir leikinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason, Messustjóri, um Króatann.

Aðspurður um uppstillingu Liverpool í leiknum á miðsvæðinu þar sem Emre Can, James Milner og Lucas spiluðu sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari Fjölnis:

„Ég held að Liverpool muni sakna Gerrard þó hann hafi verið þreyttur. Mitt mat er að Liverpool hefur ekki verið að fá nógu sterka leikmenn til sín. Coutinho er frábær leikmaður sem á þó eftir að sanna sig meira. Liverpool er lið sem þarf stjörnu.“

Þorvaldur Örlygsson hefur áður sagt það við upphaf tímabils að Liverpool endar ekki á meðal fjögurra efstu og eðlilega hefur sú skoðun ekki breyst eftir þennan skell.

„Þessi úrslit eru mjög slæm. En þetta er ástæðan fyrir því að ég tel að Liverpool nái ekki einu af fjórum efstu sætunum. Liðinu vantar betri miðjumenn og meiri gæði til að klára leikinn,“ sagði Þorvaldur.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Átti Coutinho að fá rautt? Myndband

Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, fékk sitt annað gula spjald í leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag og því rautt eftir rúmlega fimmtíu mínútna leik.

West Ham rúllaði yfir Liverpool

West Ham United vann góðan sigur á Liverpool, 3-0, í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×