Enski boltinn

Messan: Lélegar sóknir Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester United átti í mesta basli með að skora gegn Hull í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Bjarni Guðjónsson tók sóknarleik United sérstaklega fyrir í Messunni á Stöð 2 Sport í gær.

„Fyrir utan tvær sóknir, þá fara menn hjá United alltaf beint á andstæðinginn,“ sagði Bjarni um sóknarleik liðsins gegn Hull um helgina.

Það var ekki fyrr en að liðið fór að nýta kantana betur að sóknir liðsins báru árangur en Marcus Rashford skoraði í uppbótartíma eftir að boltinn kom frá Wayne Rooney á vinstri kantinum.

Þeir Messumenn ræddu einnig um Rashford og hans stöðu í liðinu en umræðuna má heyra alla í spilaranum hér fyrir ofan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×