Enski boltinn

Messan: Gylfi Þór er alltaf bestur í Swansea sama hversu illa liðið er að spila

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Swansea er ekki í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með fjögur stig eftir sex leiki og ekki búið að vinna nema einn. Liðið er aðeins búið að vinna einn leik en það var einnig í fallbaráttu á síðustu leiktíð.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót á síðustu leiktíð og fór langt með að halda Swansea uppi einn síns liðs. Hann er áfram besti maður liðsins þrátt fyrir slæmt gengi.

„Í þessum döpru leikjum er Gylfi nánast eini ljósi punkturinn hjá Swansea. Fyrsta snertingin hans er alltaf góð og hann á alltaf skot á markið,“ sagði Bjarni Guðjónsson í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

Gylfi Þór er væntanlegur til landsins í næstu viku en þá hefjast æfingar hjá strákunum okkar fyrir leiki íslenska landsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018.

Alla umræðuna úr Messunni um Gylfa Þór má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×