Enski boltinn

Messan: Gerrard alveg fjarverandi í sóknarleiknum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Sögulega séð er himinn og haf á milli liðanna. Þú ferð á Selhurst Park og kemst 1-0 yfir. Eftir það á Liverpool að klára leikinn,“ sagði Ríkharður Daðason um tap Liverpool gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liverpool komst marki yfir en fékk svo á sig þrjú mörk. Ríkharður byrjaði á því að taka varnarleik liðsins fyrir.

„Bolaise og Gayle taka skiptingu. Sjáðu hvað þeir eru báðir [Lovren og Skrtel] utan við sig. Lovren er lengi að snúa og elta Bolasie sem fær tíma til að stilla sig af og skjóta. En Skrtel er upptekinn við að benda Lovren á að taka Bolasie og á meðan gleymir hann fylgja Gayle sem hirðir frákastið.“

„Þessi leikur var ekki góður af hálfu Liverpool. Það var ekkert að frétta af sóknarleiknum. Ég punktaði hjá mér tvær sóknir þar sem maður sá hreyfingu sem minnti á Liverpool í fyrra.“

Hjörtur Hjartarson, sem stýrði þættinum í fjarveru Gumma Ben, minntist á orð Phil Neville um Liverpool-liðið sem hann segir ekki vera betra en þetta.

„Auðvitað lendir liðið í þessum skelfilegu meiðslum og Luis Suárez sem var besti leikmaður deildarinnar í fyrra er farinn. Maður bjóst samt ekki við þessu. Þeir skoruðu og skoruðu í fyra, en það gengur ekkert fyrir framan markið núna,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orð Neville.

Ríkharður Daðason tók svo Steven Gerrard fyrir, en fyrirliðinn hefur ekki verið góður í ár.

„Ég upplifi Steven Gerrard árinu eldri. Maður sér það á honum að hann er hægari og sjaldnar kemur hann og tekur þátt í sóknarleiknum. Mér finnst hann ofboðslega oft í rauninni vera kominn aftur fyrir framherjann í liði andstæðinganna til að fá hliðarsendingu og senda boltann svo þvert. Hann er alveg fjarverandi í sóknarleiknum og Liverpool er eki búið að finna út hvað það ætlar að gera í staðinn.“

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×