Enski boltinn

Messan: Fær Mata tækifærið í fjarveru Rooney?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Hann bara missir hausinn. Ef hann ætlar brjóta og skemma hraðaupphlaupið getur hann bara togað manninn niður eða lagst á hann.“

Þetta hafði Ríkharður Daðason, sérfræðingur Messunnar, að segja um rauða spjaldið sem Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, fékk í leiknum gegn West Ham um síðustu helgi.

Atvikið var rætt í Messu gærkvöldsins þar sem menn voru sammála um að það var rétt hjá Rooney að brjóta en hann var helst til of grófur.

„Hann hefði getað farið í ökklann á honum í staðinn fyrir að fara upp í nára,“ sagði HjörvarHafliðason.

Spurningin er nú hvort þetta opni dyrnar fyrir Juan Mata á ný sem hefur setið á bekknum í síðustu tveimur leikjum.

„Ef við gerum ráð fyrir því að hann komi inn fyrir Rooney. Sumir tala um Januzaj; þetta sé staðan hans. Januzaj myndi kannski færa þessu meiri hraða. Mata hefur ekki sama hraða,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Auk þess að ræða Rooney var einnig farið stuttlega yfir frammistöðu Radamels Falcao til þessa, en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×