Enski boltinn

Messan: Erfitt að framkvæma innköst

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Innköst eru hluti fótboltans og eitthvað sem flestir atvinnumenn í fótbolta ættu að kunna að gera, enda búnir að taka þúsundir þeirra yfir ævina. Það gerist nú samt í ensku úrvalsdeildinni að menn taka vitlaus innköst.

Strákarnir í Messunni tóku fyrir tvö dæmi úr leik Chelsea og West Ham þar sem sjálfir Englandsmeistararnir gerðu sig seka um slíkt.

Pedro tók innkast á 66. mínútu leiksins sem ekki var rétt framkvæmt, hann í raun missir boltann.

„Hann fær að taka innkastið aftur, er þetta ekki bara vitlaust innkast?“ spyr Ríkharð Óskar Guðnason.

„Boltinn fer inn á völlinn, þetta er rétt hjá Zabaleta,“ sagði Bjarni Guðjónsson, en varnarmaðurinn reif boltann úr höndum Pedro og ætlaði að West Ham ætti boltann, en dómarinn leyfir Chelsea framkvæma innkastið aftur.

„Fylgist með mínum manni Antonio Valencia hjá Manchester United, þegar hann tekur innköst. Ég myndi halda að 9 af hverjum 10 innköstum sem hann tekur séu vitlaus,“ bætti Hjörvar Hafliðason við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×