Enski boltinn

Messan: Er Ragnar Klavan nógu góður fyrir Liverpool?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool mátti þola erfitt 2-0 tap gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að hafa nánast einokað boltann.

„Þetta er lygileg tölfræði,“ benti Guðmundur Benediktsson á í Messunni á Stöð 2 Sport en Liverpool var með boltann í 81 prósent tímans og átti 26 marktilraunir gegn þremur hjá Burnley.

„Fyrirfram hefði maður haldið að það væri mjög erfitt að vinna leiki en vera bara nítján prósent með boltann,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„En samt náðum við ekki að telja mörg færi sem Liverpool fékk. Þetta var bara þægilegt hjá þeim, eins og þeir væru á æfingavellinum. Það vantaði alla ákefð í þá,“ sagði Arnar enn fremur.

Arnar hefur áhyggjur af varnarleik Liverpool og tók Hjörvar Hafliðason undir það og benti sérstaklega á nýja manninn, Ragnar Klavan, sem kom frá Augsburg.

„Ragnar Klavan er ekki í klassa fyrir Liverpool,“ segir Hjörvar.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×