Erlent

Merkel segir ESB-ríki ekki munu hvika frá reglu um frálst flæði fólks

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron og Angela Merkel funduðu í Berlín í morgun.
David Cameron og Angela Merkel funduðu í Berlín í morgun. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari segist ekki útiloka breytingar á sáttmála Evrópusambandsins til tryggja áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu.

Merkel segir að hún muni verða „uppbyggilegur samstarfsaðili“ Breta til að ná fram breytingum á sambandi ESB og Bretlands.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Merkel funduðu í morgun þar sem Merkel sagðist hiklaust vera þeirrar skoðunar að Bretland ætti áfram að vera aðili að sambandinu.

Í frétt BBC segir að leiðtogarnir hafi rætt ákveðin atriði er varða mögulegar breytingar. Merkel segir þó aðildarríki sambandins ekki munu hvika frá þeirri meginreglu sambandsins sem snýr að frjálsu flæði fólks.

Cameron hyggst funda með leiðtogum aðildarríkja Evrópusambandsins á næstu vikum þar sem hann mun greina frá því að Bretland muni segja skilið við sambandið, verði ekki gerðar breytingar á aðild ESB og Bretlands.

Cameron hét því á síðasta kjörtímabili að kosið yrði um framtíð aðildar Bretlands að ESB, ynni Íhaldsflokkurinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru fyrir þremur vikum. Íhaldsflokkurinn vann hreinan meirihluta á þinginu.

Fyrr í dag var Cameron í Póllandi þar sem hann ræddi við Ewa Kopacz, forsætisráðherra Póllands.


Tengdar fréttir

Kosningar um aðildina að ESB

Bretadrottning flutti í gær stefnuræðu Camerons. Meðal helstu mála má nefna þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, aukin völd til Skotlands, Wales og Norður-Írlands og auknar heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með farsímanotkun fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×