Erlent

Merkel endurkjörin formaður Kristilegra demókrata

Anton Egilsson skrifar
Angela Merkel hefur verið formaður Kristilega demókrataflokksins frá árinu 2000.
Angela Merkel hefur verið formaður Kristilega demókrataflokksins frá árinu 2000. Vísir/EPA
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var í dag endurkjörin formaður flokks síns, Kristilega demókrataflokksins. Reuters greinir frá.

Merkel sem fékk 89,5 prósent atkvæða í kosningunni hefur verið formaður Kristilegra demókrata frá árinu 2000 og kanslari Þýskalands síðan 2005. Hlaut hún töluvert verri kosningu nú en þegar hún var endurkjörin fyrir tveimur árum síðan en þá fékk 96,7 prósent atkvæða.

Bæti Merkel fjórða kjörtímabili sínu sem kanslari við eftir kosningarnar í Þýskalandi á næsta ári mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár. Engin takmörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×