Erlent

Merkel boðar samvinnu og segir verndarstefnu geta verið skaðlega

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Merkel bendir á að hugsunarháttur sem einkennist af verndarhyggju og einangrun feli í sér áhættur hvað varðar farsæld landsins.
Merkel bendir á að hugsunarháttur sem einkennist af verndarhyggju og einangrun feli í sér áhættur hvað varðar farsæld landsins. Vísir/AFP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur Bandarísk stjórnvöld til samvinnu við önnur ríki. Hún bendir á að hugsunarháttur sem einkennist af verndarhyggju og einangrun feli í sér áhættur hvað varðar farsæld landsins. Reuters segir frá.

Þýskaland á í mikilvægu viðskiptabandalagi við Bandaríkin og telur kanslarinn þessa verndarstefnu sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, boði koma sér illa fyrir útflutning landsins sem og annarra Evrópulanda.

Þýskaland er í forystusæti G20 ríkjanna og vill Merkel nýta þá stöðu til að virkja samvinnuvettvang ríkjanna og vinna bug á verndarstefnu sem skotið hefur upp kollinum undanfarið. Hún leggur því áherslu á að einangrunarstefna geti haft afar skaðleg áhrif á hagkerfið og að samvinna skipti nú sköpum. 

Aðspurð hvenær hún hefði hug á að hitta Trump sagði Merkel að hún myndi skipuleggja fund með honum þegar fundur stærstu efnahagsríkjanna yrði haldinn á Sikiley í maí en einnig myndu vegir þeirra mætast í júlí á fundi G20 ríkjanna í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×