Formúla 1

Mercedes vélin nálgast 1000 hestöfl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Andy Cowell ræðir við liðsstjóra Mercedes, Toto Wolff.
Andy Cowell ræðir við liðsstjóra Mercedes, Toto Wolff. Vísir/Getty
Vél Mercedes liðsins í Formúlu 1 nálgast 1000 hestöfl samkvæmt Andy Cowell, yfirmanni vélamála hjá liðinu.

Mercedes hefur drottnað í Formúlu 1 undir því vélaregluverki sem nú er við líði. Það er í V6 túrbínu, tvinnvélunum. Liðið hefur síðustu fjögur ár orðið bæði heimsmeistari bílasmiða og ökumanna.

Vélin hefur átt stóran þátt í velgengni Mercedes. Þróun vélarinnar hefur tekið stór skref í ár þar sem hún rauf 900 hestafla múrinn og segir Cowell að nú styttist í að 1000 hestafla múrinn falli.

„Við förum að nálgast. Ég veit ekki alveg hvenær það verður en ég er viss um að það gerist á einhverjum tímapuntki,“ sagði Cowell aðspurður um hvort styttist í að vélin skilaði 1000 hestöflum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×