Mercedes sýnir mátt sinn

 
Formúla 1
20:00 01. MARS 2016
Nico Rosberg á Barselóna-brautinni í dag.
Nico Rosberg á Barselóna-brautinni í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Fyrsti dagur seinni æfingalotunnar fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Rosberg var fljótastur á Mercedes.

Valtteri Bottas á Williams skellti últra-mjúku dekkjunum undir og varð annar fljótastur í dag, tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Vert er að geta þess að Rosberg notaði einungis mjúk dekk og á því tölvert inni á Bottas ennþá.

Fernando Alonso á McLaren varð þriðji, tæpum tveimur sekúndum á eftir Rosberg og á mjúku dekkjunum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði skammt á eftir Alonso en á meðal-mjúku dekkjunum.

Mercedes bíllinn gerði meira en að vera fljótastur í dag. Hann fór líka 172 hringi um brautina. Sem er lengst allra bíla. Næst því komst Max Verstappen á Toro Rosso bílnum sem hefur loks fengið sitt endanlega útlit. Hann ók 144 hringi.


Max Verstappen á Toro Rosso í öllum ţeim litum sem bíllinn á ađ bera í ár.
Max Verstappen á Toro Rosso í öllum ţeim litum sem bíllinn á ađ bera í ár. VÍSIR/GETTY

Toro Rosso viðurkenndi við upphaf síðustu æfingalotu að ekki hefði gefist tími til að setja styrktaraðila á bílinn. Það hefur hins vegar verið gert núna.

Sauber bíllinn fór í fyrsta sinn út í dag og fór 103 hringi, sem verður að teljast afbragðs gott fyrir glænýjan bíl.

Haas lenti í vandræðum með eldsneytiskerfið í sínum bíl sem komst af þeim sökum ekki nema 23 hringi.

Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir heldur áfram að fylgjast með.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Mercedes sýnir mátt sinn
Fara efst