Innlent

Mennirnir lausir úr haldi lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík ásamt sérsveit lögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum vegna málsins.
Lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík ásamt sérsveit lögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum vegna málsins. Fréttablaðið/Auðunn
Fjórmenningarnir, sem grunaðir eru um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu á Akureyri, hefur öllum verið sleppt úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi.

Þrír mannanna voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í gærkvöldi klukkan 21. Ekki var talið að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að þeim yrði haldið lengur en yfirheyrslur hafa nú gefið skýrari mynd af því sem fram fór, að því er segir í tilkynningu.

Þá rann gæsluvarðhald yfir fjórða manninum út klukkan 15 í dag. Ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum.

Sjá einnig: Fjórir enn í haldi grunaðir um frelsissviptingu og líkamsárás

Mennirnir fjórir voru handteknir á Akureyri á föstudag fyrir rúmri viku og höfðu setið í gæsluvarðhaldi síðan laugardaginn eftir. Upphaflega voru tveir menn handteknir til viðbótar en þeim sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur.

Rannsókn málsins hedur nú áfram og munu næstu skref snúa að þeim sönnunargögnum sem aflað hefur verið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×