Innlent

Menn reyndu að lokka nemendur við Laugarnesskóla í bíl með því að bjóða þeim sælgæti

Birgir Olgeirsson skrifar
Drengirnir eru nemendur við þriðja bekk í Laugarnesskóla.
Drengirnir eru nemendur við þriðja bekk í Laugarnesskóla. Vísir/Stefán
Menn reyndu að fá drengi í bíl með sér með því að bjóða þeim sælgæti. Þetta kemur fram í pósti til foreldra og forráðamanna nemenda við Laugarnesskóla í Reykjavík frá Sigríði Heiðu Bragadóttur skólastjóra.

Í póstinum kemur fram að bíllinn hafi verið á Reykjaveginum en skólastjórinn segir drengina, sem eru í þriðja bekk, hafa verið að leik bak við Laugarsel. Segir Sigríður Heiða drengina hafa brugðist rétt við, sögðu nei og sóttu starfsmann.

„Þeir tóku líka eftir tegund bílsins, lit og hluta af númeri. Ég er búin að láta lögregluna vita og biðja kennara að ræða við nemendur um viðbrögð við gylliboðum sem þessum. Starfsmenn sem eru á útivakt hafa fengið fyrirmæli um að vera með aukna vakt á bílaumferð við skólann. Leiðarljós okkar í Laugarnesskóla er að fjalla um þessi mál sem sjálfsögð forvarnarmál líkt og við gerum þegar við fjöllum um hættur í umferðinni og annars staðar,“ segir í póstinum frá Sigríði Heiðu.

Hún biður aðstandendur um að hafa hugfast að vekja ekki upp óþarfa ótta hjá nemendum heldur fræða þá um hvað eigi að gera ef þeir lenda í aðstæðum sem þessum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×