Sport

Menn gerast ekki óheppnari: Gúmmíteygja kom í veg fyrir sigurinn | Myndband

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Hlauparinn Aengus Meldon átti sigurinn vísan í undanrásum í 800 metra hlaupi karla á háskólaleikunum í Írlandi á dögunum þegar hann varð af sigrinum á hreint ótrúlegan hátt.

Meldon var með forystuna fyrir síðustu beygjuna og sá sigurinn í hyllingum en þá gerðist hlutur sem hefur líklega aldrei sést áður, allavega ekki náðst á myndband.

Við hlið hlaupabrautarinnar voru stangarstökkvarar að gera sig klára. Einn þeirra flæktina stöngina í sláni sem er gerð úr gúmmí þegar verið er að hita upp. Gúmmíteygjan skaust inn á hlaupabrautina og vafði sig í kringum fætur Meldons með þeim afleiðingum að hann kom þriðji í mark.

„Janey Mac,“ öskrar lýsandinn en það er eins og að hrópa „Jesús Kristur“ á íslensku þegar eitthvað ótrúlegt gerist. „Það var eins og köngulóarmaðurinn hafi kastað einhverju í hann,“ bætti lýsandinn við.

Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×