Innlent

Mengunin færist norður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mun í dag einkum berast norður af eldstöðinni. Um klukkan tíu verður mengunin talsverð á Akureyri en færir sig yfir til Húsavíkur um hádegisbil. Töluverð mengun verður frameftir degi norður af eldstöðinni, einna helst á Húsavík og Mývatni. Fólk gæti fundið fyrir einkennum, en ráðleggingar og viðbrögð má sjá á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Á morgun, þriðjudag, er hægviðri á landinu og því má búast við mengun víða um land, einkum á Hálendinu.

Spáð er fremur hægri breytilegri átt í dag og slyddu eða snjókomu með köflum norðvestan til á landinu fram eftir degi, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×