Innlent

Mengunarsvæðin í dag og á morgun kortlögð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Búast má við gasmengun vestan og norðvestan gosstöðvanna norðan Vatnajökuls í dag og á morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Reikna má með því að mengun í formi brennisteinstvíildis (SO2) berist vestur yfir Hofsjökul og norður að Skagafirði. Á morgun er svo búist við að mengunarsvæðið nái yfir miðhálendið vestan og suðvestan gosstöðvanna. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði.

Að ofan má sjá svæðið þar sem líkur eru á gasmengunu í dag en að neðan spásvæðið fyrir morgundaginn. Spáin gildir til miðnættis á morgun, fimmtudag.

Mengunarsvæðið á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×