Innlent

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Litaði flekkurinn (blátt) sýnir líkur á mengun í dag. Litaði flekkurinn (bleikt) sýnir líkur á mengun á morgun.
Litaði flekkurinn (blátt) sýnir líkur á mengun í dag. Litaði flekkurinn (bleikt) sýnir líkur á mengun á morgun. mynd/veðurstofa íslands
Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Mengunin kemur til með að gera vart við sig á stórum hluta landsins, meðal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga. Mengunin verður varasöm fólki með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma þegar mest lætur en hún gæti farið hátt í 3.000 míkrógrömm á rúmmetra. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum.

Í dag má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar á norðanverðu hálendinu og austanlands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar.

Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur mengunarinnar orðið vart bæði á Akureyri og Vestfjörðum í dag.

Hægt er að fylgjast með gagnvirku korti Veðurstofunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×