Innlent

Mengun frá gosi líkleg á höfuðborgarsvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík. Vísir/Egill
Gasmengun mun í dag og á morgun berast frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar samkvæmt Veðurstofunni og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á.

Á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs og annarra efna. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni en sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma.

Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu. Styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) er hægt að skoða í loftgæðafarstöð II, sem nú er staðsett við Norðlingabraut 5 og loftgæðamælistöðinni við Grensásveg.

Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík.

Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra og er fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×