Körfubolti

Memphis hafði betur í þriðju framlengingu - öll úrslitin í NBA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marc Gasol hefur spilað frábærlega á tímabilinu.
Marc Gasol hefur spilað frábærlega á tímabilinu. vísir/getty
Memphis Grizzlies vann meistara San Antonio Spurs, 117-116, í æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þrjá framlengingar þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Marc Gasol skoraði 26 stig og tók 9 fráköst fyrir gestina frá Memphis og Zach Randolph skoraði 21 stig og tók 21 fráköst. Tröllatvenna í boði þar.

Danny Green skoraði 25 stig fyrir heimamenn og Manu Ginobili kom sterkur inn af bekknum eins og svo oft áður og skoraði 21 stig.

Memphis er búið að vinna sex leiki í röð og er áfram í öðru sæti vesturdeildarinnar á eftir Golden State, en bæði lið eru nú búin að vinna 21 leik. Spurs er í sjöunda sætinu með 17 sigra og níu töp.

Úrslit næturinnar:

Santonio Spurs - Memphis Grizzlies 116-117

Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 98-127

Charlotte Hornets - Phoenix Suns 106-111

Boston Celtics - Orlando Magic 109-92

Detroit Pistons - Dallas Mavericks 106-117

Miami Heat - Utah Jaz 87-105

Toronto Raptors - Brooklyn Nets 105-89

Portland Trail Blazers - Milwaukee Bucks 104-97

Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 102-100

Denver Nuggets - Houston Rockets 111-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×