Körfubolti

Memphis eyðilagði MVP-veislu Golden State

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Memphis Grizzlies eyðilagði MVP-veislu Golden State í nótt þegar liðið jafnaði metin í einvígi liðanna, 1-1, í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar með flottum útisigri, 97-90.

Fyrir leikinn fékk Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, afhent verðlaunin fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, MVP.

Hann hélt upp á það með 19 stigum og 6 stoðsendingum, en hann var stigahæstur í liði heimamanna á undan Draymond Green og Leandro Barbosa sem báðir skoruðu 14 stig.

Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, sneri aftur eftir að spila ekki fyrsta leikinn vegna meiðsla og skoraði 22 stig fyrir gestina. Zach Randolph skoraði 20 stig og tók 7 fráköst.

Rimman færir sig nú yfir til Memphis í stöðunni 1-1, en það var hrikalega mikilvægt fyrir Grizzlies að fara ekki 2-0 undir aftur heim.

Mike Conley fer á kostum:


Atlanta Hawks, liðið sem vann austurdeildina, jafnaði metin gegn Washington Wizards í einvígi liðanna, 106-90. Washington vann óvæntan útisigur í fyrsta leik.

Gestirnir voru án John Wall í leiknum og það nýttu heimamenn sér. Ramon Sessions kom þó sterkur inn fyrir hann og skoraði 21 stig, en Bradley Beal skoraði 20 stig.

Hjá heimamönnum var DeMarre Carroll stigahæstur með 22 stig, en þeir Paul Millsap og miðherjinn Al Horford skoruðu báðir 18 stig. Staðan í rimmu liðanna er 1-1.

Tröllatroð Ramon Sessions:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×