Viðskipti innlent

Melabúðin hagnaðist um 40 milljónir í fyrra

ingvar haraldsson skrifar
Melabúðin var opnuð 1956 og verður því 60 ára á næsta ári.
Melabúðin var opnuð 1956 og verður því 60 ára á næsta ári. fréttablaðið/stefán
Melabúðin ehf., sem rekur samnefnda verslun við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík, hagnaðist um 40 milljónir króna á síðasta ári sem er aukning um ríflega 5 milljónir króna milli ára.

Eignir Melabúðarinnar nema 289 milljónum króna og aukast um 15 milljónir króna milli ára. Þar munar mest um vörubirgðir og skammtímakröfur sem nema nærri 170 milljónum króna. Þá eru fasteignir bókfærðar á 41 milljón króna. Skuldir Melabúðarinnar nema 100 milljónum króna og þar af nema viðskiptakröfur 69 milljónum króna. Félagið skuldar hins vegar engin langtímalán.

Eigið fé Melabúðarinnar nemur 188,5 milljónum króna sem er nær allt bókfært sem óráðstafað eigið fé.

25 milljónir króna voru greiddar í arð til hluthafa félagsins sem eru hjónin Katrín Stella Briem og Guðmundar Júlíusson og synir þeirra, Pétur, Friðrik og Snorri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×