Enski boltinn

Meistarataktar hjá Chelsea í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Branislav Ivanovic og André Schürrle fagna marki Þjóðverjans á rómantískan hátt.
Branislav Ivanovic og André Schürrle fagna marki Þjóðverjans á rómantískan hátt. vísir/getty
Chelsea vann nýliða Burnley, 3-1, í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en lærisveinar José Mourinho spiluðu frábæran fótbolta.

Burnley komst reyndar yfir í leiknum með marki ScottArfield á 14. mínútu, gegn gangi leiksins. Thibaut Courtois, sem hélt 20 sinnum hreinu fyrir Atlético í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, sigraður eftir tæpt korter á Englandi.

Adam var þó ekki lengi í paradís því spænski framherjinn DiegoCosta kom sér á blað og jafnaði metin fyrir Chelsea með föstu skoti úr teignum þremur mínútum síðar.

Mark leiksins skoraði svo Þjóðverjinn AndréSchürrle á 21. mínútu eftir magnaða sendingu Cesc Fábregas inn fyrir vörnina. Frábært spil hjá Chelsea sem gjörsamlega keyrði yfir nýliðana.

Varnarmaðurinn BranislavIvanovic innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 34. mínútu, en hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum létu Chelsea-menn þessi þrjú mörk duga, en þeir eru á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrstu umferðina.

Diego Costa skoraði í fyrsta leik.vísir/getty
André Schürrle skoraði annað mark Chelsea.vísir/getty
Diego Costa fékk gult spjald fyrir dýfu.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×