Sport

Meistarataktar á hollensku svelli

Telma Tómasson skrifar
Jóhann Skúlason á Hnokka frá Fellskoti sýndi meistaratakta á glæsilegu hestamóti Ice Horse Eindhoven í skautahöllinni í hollensku borginni Eindhoven um liðna helgi. Ekki var við öðru að búast en að Jóhann tæki gullið, enda Hnokki í frábærum gír og áhorfendur klöppuðu, þeim lof í lófa. Jóhann hlaut 8,56 í einkunn í úrslitum.

Viðar Ingólfsson á Góu frá Vatnsleysu hlaut annað sætið með 7.61 og Johannes Hoyos frá Austurríki  varð þriðji á Hrafni vom Schloßberg með 7.56. Þórður Þorgeirsson fór ekki á pall en hlaut verðlaun fyrir 4. sætið, en hann keppti á Ísbirni frá Vindstöðum. 

Ice Horse Eindhoven var skemmtilegt mót í alla staði, en þar var keppt í tölti, slaktaumatölti, fjórgangi, fimmgangi og flugskeiði. Rúmlega tvö þúsund áhorfendur sóttu mótið og var þétt setið i stúkunni. 

Frekari úrslit má finna á heimasíðu mótsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×