SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Meistararnir sluppu međ skrekkinn gegn lélegasta liđi deildarinnar

 
Körfubolti
11:30 31. JANÚAR 2016
Curry laumar hér boltanum ofaní körfuna framhjá varnarmönnum 76ers.
Curry laumar hér boltanum ofaní körfuna framhjá varnarmönnum 76ers. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Golden State Warriors lenti í miklu basli gegn Philadelphia 76ers á útivelli í kvöld en náði að lokum að vinna þriggja stiga sigur.

Áttu flestir von á því að Golden State sem var búið að vinna 42 af fyrstu 46 leikjunum myndi einfaldlega keyra yfir leikmenn Philadelphia 76ers sem höfðu aðeins unnið 7 leiki af 47.

Leikmönnum 76ers tókst að vinna upp tólf stiga forskot Golden State í fjórða leikhluta og jafna metin skömmu fyrir leikslok en Harrison Barnes tryggði Golden State sigurinn með þriggja stiga körfu undir lok leiksins.

Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 32 stig, Stephen Curry bætti við 23 stigum en Draymond Green var nálægt því að ná enn einni þreföldu tvennunni með 10 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar.

Í Cleveland sendu LeBron James og félagar í Cavaliers út sterk skilaboð til deildarinnar með öruggum sigri á San Antonio Spurs.


Kevin Love fagnar körfu ásamt LeBron.
Kevin Love fagnar körfu ásamt LeBron. VÍSIR/GETTY

Mikið hefur verið fjallað um ástandið á Cleveland eftir að þjálfari liðsins var rekinn á dögunum þrátt fyrir að vera með liðið í efsta sæti Austurdeildarinnar.

Leikmenn Cavaliers voru einfaldlega skrefinu á undan allan leikinn og tóku sautján stiga forskot inn í hálfleik og unnu að lokum sannfærandi fjórtán stiga sigur 117-103.

Stjörnurnar þrjár hjá Cleveland, LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love, skiluðu allir yfir 20 stigum annan leikinn í röð en hjá San Antonio Spurs var Kawhi Leonard stigahæstur með 24 stig.

Bestu tilþrif kvöldsins má sjá hér fyrir neðan og stöðuna í deildinni má sjá hér.

Úrslit kvöldsins:

Philadelphia 76ers 105-108 Golden State Warriors
Toronto Raptors 111-107 Detroit Pistons
New Orleans Pelicans 105-103 Brooklyn Nets
Houston Rockets 122-123 Washington Wizards
Memphis Grizzlies 121-117 Sacramento Kings
Cleveland Cavaliers 117-103 San Antonio Spurs


Bestu tilţrif kvöldsins:


Harrison Barnes setur sigurkörfuna gegn 76ers:


Harden átti sannkallađan stórleik:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Meistararnir sluppu međ skrekkinn gegn lélegasta liđi deildarinnar
Fara efst