Körfubolti

Meistararnir leika við krakka í Washington í stað þess að hitta Trump

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kevin Durant var einn þeirra sem vildi ekki hitta forsetann.
Kevin Durant var einn þeirra sem vildi ekki hitta forsetann. vísir/getty
Svo margir leikmenn NBA-meistara Golden State Warriors lýstu því yfir eftir meistaratitilinn að þeir vildu ekki hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta að forsetinn sagði í september að þeim væri ekkert boðið í Hvíta húsið. Hann fór í fýlu.

Það er hefð fyrir því að sigurvegararnir í stærstu íþróttunum í Bandaríkjunum fari í heimsókn til forsetans en það er ekki eins vinsælt eftir að Trump varð forseti. Það var því afar sérstakt er Trump tók það sérstaklega fram að NBA-meistararnir væru ekki velkomnir í Hvíta húsið.

Eftir fimm daga á Warriors að spila í Washington og alla jafna hefði sú ferð verið notuð til þess að fara í Hvíta húsið.

Leikmenn Warriors ætla aftur á móti að nýta ferðina til góðs. Steve Kerr, þjálfari liðsins, leyfði leikmönnum að ákveða hvað þeir vildu gera og þeir völdu að hitta hóp krakka. Kenna þeim körfubolta og tala við þá um lífið.

Fjölmiðlar eru ekki velkomnir á svæðið því leikmennirnir vildu fá að leika við krakkana í friði. Gefa þeim almennilega af sér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×