Sport

Meistararnir byrjuðu með stæl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýi leikstjórnandi Broncos, Trevor Siemian, fagnar eftir leik í nótt.
Nýi leikstjórnandi Broncos, Trevor Siemian, fagnar eftir leik í nótt. vísir/getty
NFL-deildin hófst í nótt þegar endurtekning á síðasta Super Bowl fór fram. Niðurstaðan var sú sama og í þeim leik. Denver Broncos lagði Carolina Panthers, 21-20, í rosalegum leik.

Líkt og í Super Bowl þá var það vörn Denver sem stal senunni. Hún skellti Cam Newton, leikstjórnanda Panthers, þrisvar í leiknum og gerði sókn Panthers almennt erfitt fyrir.

Carolina hefði getað stolið sigrinum undir lokin en 50 jarda vallarmarkstilraun Graham Gano fór fram hjá.

Trevor Siemian er orðinn leikstjórnandi Broncos og leikurinn í nótt var hans fyrsti í deildinni. Hann kláraði 18 af 26 sendingum sínum fyrir 178 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki og kastaði boltanum tvsivar frá sér.

Newton kláraði 18 af 33 sendingum sínum fyrir 194 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki og einu sinni kastaði hann boltanum frá sér.

CJ Anderson hljóp vel fyrir Denver eða 92 jarda. Kelvin Benjamin greip mest í liði Carolina. Var með 91 jard og eitt snertimark.

Deildin fer svo á fullt á sunnudag. Þá mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×