Körfubolti

Meistararnir aftur á sigurbraut | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ginobili í baráttu við Dwight Howard og Trevor Ariza.
Ginobili í baráttu við Dwight Howard og Trevor Ariza. Vísir/AP
Meistarar San Antonio Spurs höfðu í gær betur gegn grönnum sínum í Houston Rockets, 110-106, í NBA-deildinni en þá fóru alls sex leikir fram.

San Antonio hafði tapað tveimur leikjum í röð og síðustu sex leikjum sínum gegn Houston áður en liðin áttust við í nótt.

Danny Green var með 24 stig en þeir Tim Duncan sextán og Manu Ginobili fimmtán. Kawhi Leonard og Tony Parker misstu þó báðir af leiknum vegna meiðsla.

Houston hefur verið eitt besta lið deildarinnar í haust en mátti sætta sig við tap að þessu sinni þrátt fyrir að James Harden hafi skorað 28 stig og Dwight Howard 24. Nýju mennirnir áttu misjafnan dag - Corey Brewer var með 25 stig en Josh Smith aðeins fimm eftir að hafa nýtt tvö af sjö skotum sínum í leiknum.

Phoenix vann LA Lakers, 116-107, og þar með sinn sjötta sigur í röð. Goran Dragic skoraði 24 stig en Kobe Bryant, sem hafði hvílt síðustu þrjá leiki, skoraði tíu stig í endurkomunni.

Dallas vann Oklahoma City, 112-107. Dirk Nowitzky skoraði 30 stig fyrir Dallas og Chandler Parsons 26. Kevin Durant er enn frá vegna meiðsla í liði Oklahoma City.

Portland vann New York, 101-79, en síðarnefnda liðið hefur þar með tapað átta leikjum í röð. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið og aðeins níu leikmenn voru leikfærir í upphafi leiks, auk þess sem að Carmelo Anthony fór af velli vegna hnémeiðsla í síðari hálfleik.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Detroit 80-103

San Antonio - Houston 110-106

Dallas - Oklahoma City 112-107

Portland - New York 101-79

Denver - Toronto 102-116

LA Lakers - Phoenix 107-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×