Sport

Meistaramótinu lokið | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/anton
Keppni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss lauk í dag.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér að ofan.

Þorsteinn Ingvarsson vann sigur í langstökki karla. Lengsta stökk hans var upp á 7,47 m.

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna á tímanum 2:22,72 mínútum.

Bogey Ragnheiður Leósdóttir vann sigur í stangarstökki kvenna með því að lyfta sér yfir 3,33 m.

Hin 16 ára Helga Margrét Haraldsdóttir hrósaði sigri í þrístökki kvenna með stökki upp á 11,46 m.

Ívar Kristinn Jasonarson kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla á 22,08 sekúndum. Ívar vann einnig 400 metra hlaupið í gær.

Bjartmar Örnuson vann sigur í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1:56,16. Hann kom einnig fyrstur í mark í 1500 metra hlaupi í gær.

Þá unnu sveitir ÍR sigur í 4x200 metra boðhlaupi karla og kvenna.

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér.

vísir/anton

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×