Innlent

Meistaragráðu í sjúkraþjálfun þarf til að öðlast starfsréttindi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í júní ár hvert er haldið sérstakt inntökupróf í Læknadeild fyrir þá sem hyggja á nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun.
Í júní ár hvert er haldið sérstakt inntökupróf í Læknadeild fyrir þá sem hyggja á nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Vísir/Getty
Nemendur sem hófu nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í haust verða þeir fyrstu til að útskrifast að þremur árum liðnum með BS-próf. Nýtt og breytt námsfyrirkomulag gerir að verkum að meistaranám þarf til að öðlast starfsréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisvísindasviði HÍ.

Í stað fjögurra ára náms til starfsréttinda sem lauk með BS prófi er tekið upp þriggja ára nám til BS-gráðu annars vegar og hins vegar tveggja ára meistaranám sem veitir rétt til starfsréttinda. Þeir sem hófu nám árið 2013 eða fyrr ljúka fjögurra ára BS-námi samkvæmt eldra skipulagi.

Námsbraut í sjúkraþjálfun heyrir undir Læknadeild HÍ. Í júní ár hvert er haldið sérstakt inntökupróf í Læknadeild fyrir þá sem hyggja á nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×